Landgrunnssjá
Landgrunnssjá er kerfi til innskráningar, utanumhalds og miðlunar upplýsinga um gögn sem tengjast landgrunni Íslands og Orkustofnun
hefur umsjón með. Kortasjáin gerir fjölbreyttar upplýsingar um gögn varðandi landgrunnið aðgengilegri á veraldarvefnum, en þar eru m.a.
upplýsingar um leyfisveitingar Orkustofnunar, rannsóknasvæði, hafsbotnsgögn og upplýsingar um gögn frá leiðöngrum á Drekasvæðinu og annars
staðar á íslensku hafsvæði. Kortasjánni er meðal annars ætlað að auðvelda þeim sem vilja fá upplýsingar um svæði sem hafa verið rannsökuð
að finna hvaða gögn eru til, hver aflaði þeirra og hvernig, hvenær gagnaöflunin fór fram og hvar er mögulegt að fá aðgang að gögnunum.
Landgrunnssjáin leysir af hólmi eldra verkefni Orkustofnunar, Landgrunnsvefsjá (2009-2019).
Nánari upplýsingar um verkefnið og þau gögn sem hefur verið safnað má nálgast
hér.
© Öll afritun eða endurdreifing á hugbúnaðinum eða gögnum eins og þau birtast í kortasjánni er óheimil án samþykkis umsjónar- og ábyrgðaraðila
hennar. Þar sem birt eru gögn annarra stofnana eða fyrirtækja þarf leyfi þeirra.
Tengiliðir vegna Landgrunnssjár
Kristján Geirsson, kristjan.geirsson (hjá) os.is
Þorvaldur Bragason, thorvaldur.bragason (hjá) os.is