Þessi vefsjá sýnir stefnumörkun, afmarkanir og ákvæði í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.
ATH: Nánari upplýsingar um skipulagið er að finna hér: fjardabyggd.alta.is
Ef smellt er á reiti, línur eða punkta á kortinu koma skipulagsákvæðin fram.
Greinargerð aðalskipulagsins sést ef smellt er á "Greinargerð" á spássíunni. Þar birtast fyrirsagnir en efnið opnast ef smellt er á fyrirsagnirnar.
Í 8. kafla um landnotkun koma allar afmarkanir fram. Til að sjá þær á kortinu er hægt smella á auðkennið sem samanstendur af bókstaf og tölustaf, t.d. OP-12.
Neðar á spássíunni eru aðgengilegar ýmsar gagnlegar upplýsingar um staðhætti, innviði, náttúrufar og landnotkun sem hjálpa til við að setja skipulagið í samhengi. Nær öll gögnin eru frá opinberum stofnunum, sem í vaxandi mæli veita aðgang að mikilvægum landupplýsingum á sínu sviði.
Upplýsingar birtast þegar hakað er við efni eða efnisflokka á spássíunni.
Hægra megin á kortafletinum eru takkar til að mæla fjarlægðir og flatarmál:
Til þess að ljúka mælingu er smellt aftur ofan í síðasta punkt á mælilínunni.
Sjá má eigin staðsetningu á kortinu með því að smella á þennan takka:
Hér er birtur texti greinargerðar aðalskipulagsins.
Ef munur er á textanum hér og þeim texta sem er í PDF útgáfu greinargerðarinn, hefur PDF útgáfan forgang.
Hér í vefsjánni er ýmis gagnvirkni sem PDF útgáfan býður ekki upp á.
Smelltu á fyrirsagnir til að sýna og fela hvern kafla. Í leitarreitinn má skrifa orðhluta og þá opnast þeir kaflar þar sem orðhlutinn kemur fyrir og orðhlutinn er sýndur með gulri yfirstrikun.