Endurskoðun aðalskipulags

Hér má sjá hluta hluta þeirra gagna sem varða endurskoðað aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps.

Á þessum vef má sjá skipulagsuppdráttinn í vefsjá og fletta upp skilmálum fyrir staka reiti. Einnig er sýnd flokkun landbúnaðarlands. Vinsamlegast athugið að:

  • Á þessum vef er aðeins sýndur landnotkunarhluti skipulagsins. Greinargerð og önnur gögn skipulagsins má sjá hér.
  • Um hvern reit gilda tvenns konar skilmálar: Annars vegar almennir skilmálar sem eiga við um alla reiti í viðkomandi flokki (t.d. um öll athafnasvæði) og hins vegar sértækir skilmálar fyrir hvern reit fyrir sig. Þegar smellt er á reit á kortasjánni koma sértækir skilmálar fram í dálkinum hægra megin en almennir skilmálar eru ekki sýndir. Á síðunni sem merkt er "landnotkunartöflur" koma fram bæði almennir og sértækir skilmálar allra reita.
  • Allir reitir hafa einkvæmt auðkenni, t.d. AT-13, þar sem bókstafirnir sýna landnotkunarflokkinn en tölustafirnir eru hlaupandi númer innan hvers flokks sem hafa enga sérstaka merkingu.

Athugasemdir má senda í tölvupósti til sveitarfélagsins (eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is) eða í bréfpósti til:
Eyja- og Miklholtshreppur
Hofsstöðum
311 Borgarnes